Dagný Hermannsdóttir er forfallinn súrkálsfíkill og þurfti aukaísskáp í eldhúsið til að rúma allar krukkurnar. Hún segir súrkál alls ekki bara súrkál og er farin að kenna súrkálsgerð hjá Garðyrkjufélagi Íslands.

„Ég hef uppgötvað nýjar víddir í matargerð og í bragði því þetta er svo allt öðruvísi en annar matur og dálítið vanabindandi. Ég byrjaði af því að þetta átti að vera hollt en ég átti engan veginn von á því að verða svona sólgin í þetta,“ segir Dagný Hermannsdóttir, matgæðingur og forfallinn súrkálsfíkill.

Eldhúsið hennar er undirlagt af glerkrukkum með alls kyns gör­ugu innihaldi og fjölskyldan borðar súrkál í öll mál.
„Ég fékk mér á endanum sérísskáp undir allar krukkurnar, dæturnar voru orðnar svo þreyttar á því að það kæmist lítið annað en súrkál í ísskápinn. Maðurinn minn er í þessu með mér og við búum til súrkál saman. Hann er einnig farinn að baka súrdeigsbrauð svo það kraumar líka súr hér í eldhúsinu. Við erum í alls konar vitleysu og erum til dæmis að fikta við að búa til osta,“ segir Dagný og fullyrðir að sýrt grænmeti sé hreinasta sælkerafæði.

Greinin öll á Vísi

One Thought to “Súrkál í öll mál”

  1. Guðrún Ásbjörg Stefánsdottir

    Takk fyrir að koma mér á bragðið

Leave a Comment