Dagný Hermannsdóttir byrjaði að borða súrkál fyrir nokkrum árum til að bæta meltinguna. „Almennt var heilsufarið vægast sagt bágborið,“ sagði hún í Magasíninu á K100.

Dagný sagði að ógerilsneytt súrkál væri fullt af mjólkursýrubakteríum sem marga vantar í þarmana, og bætti við: „Og svo er þetta ótrúlega gott.“

Markmið Dagnýjar er að „frelsa lýðinn“ eins og hún tók til orða. Hún heldur námskeið um súrkálsgerð og selur afurðir sínar, nánari upplýsingar eru á vefnum surkal.is.

Sjáðu viðtal Hvata og Rikku við Dagnýju úr Magasíninu á K100.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið

Leave a Comment