Næstu námskeið í súrkálsgerð verða nú í febrúar.

Kennslan verður bæði í formi fyrilesturs og sýnikennslu. Boðið verður upp á smakk af um tuttugu útgáfum af sýrðu grænmeti og þátttakendur fá bækling þar sem tekin eru saman helstu atriði sem hafa þarf í huga auk nokkurra uppskrifta.

Til að prófa sig áfram í gerjun grænmetis er engin þörf á sérstökum tækjum eða tólum. Í flestum eldhúsum er að finna það sem til þarf. Skurðarbretti, hnífur, grænmeti, salt og stór glerkrukka er nóg til að koma sér af stað.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að vera tilbúnir að leggja af stað í sína eigin súrkálsvegferð fullir sjálfstrausts.

Næstu námskeið eru:

6. febrúar hjá Garðyrkjufélagi Íslands Síðumúla 1. Skráning hér: Skrá mig á námskeið í húsnæði GÍ

8. febrúar hjá Heilsuborg Bíldshöfða 9 (Höfðinn), 110 Reykjavík. Skráning hér: Skrá mig á námskeið í húsnæði Heilsuborgar

Leave a Comment