Loksins er komið að námskeiði í Kimchigerð. Námskeiðin eru haldin af Dagnýju Hermannsdóttur í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands.

Kimchi námskeiðKimchi er kóreanskt súrkál og eins og annað gerjað grænmeti er  það fullt af góðgerlum og annarri hollustu. Að auki er það ótrúlega ljúffengt enda fer það nú sigurför um Vesturlönd.

Þátttakendur gera þrjár ólíkar gerðir af Kimchi og taka með sér heim.

Kennari er Dagný Hermannsdóttir en hún hefur haldið  vinsæl grunnnámskeið í súrkálsgerð undanfarin ár og er höfundur bókarinnar ,,Súrkál fyrir sælkera“.

Innifalið í námskeiðinu er: Fyrirlestur og verkleg kennsla, bæklingur með uppskriftum, kvöldsnarl og þrjár krukkur af kimchi til að taka með heim.

Verð er 11.900 kr. en félagar í Garðyrkjufélagi Íslands borga 9.900 kr

Hægt er að skrá sig hér.

Leave a Comment