Bráðskemmtilegt, fræðandi og bragðgott Kimchinámskeið.

Loksins er komið að öðru námskeiði í Kimchigerð! Fyrsta námskeiðið heppnaðist afar vel.
Námskeiðið er verklegt þar sem  búnar eru til þrjár gerðir af Kimchi og að sjálfsögðu smökkum við líka

Innifalið í námskeiðinu:
*Fyrirlestur og verkleg kennsla
*Allt hráefni
*Kvöldmáltíð með Kimchi í aðalhlutverki
*Bæklingur með uppskriftunum
*3 krukkur af Kimchi að andvirði amk 4.500 kr.

Takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði til að tryggja að efnið komist vel til skila.
Kimchi er kóreanskt súrkál og eins og annað gerjað grænmeti er  það fullt af góðgerlum og annarri hollustu. Að auki er það ótrúlega ljúffengt enda fer það nú sigurför um Vesturlönd.
Þátttakendur hálpast að við að gera þrenns konar mismunandi Kimchi og taka heim með sér eina krukku af hverri gerð auk uppskriftanna.
Kennari er Dagný Hermannsdóttir en hún hefur haldið  vinsæl grunnnámskeið í súrkálsgerð undanfarin ár og er höfundur bókarinnar ,,Súrkál fyrir sælkera“.

Hægt er að skrá sig hér.

Námskeiðið hefst kl 18:30 og lýkur u.þ.b. kl. 22:00. Húsið opnar kl. 18:00 og það verður heitt á könnunni. Vinsamlegast takið með skurðarbretti og hnífa.
Verð er 14.900 kr. en félagar í Garðyrkjufélagi Íslands borga 12.900 kr

 

Leave a Comment