Dagný Hermannsdóttir mun kenna þátttakendendum að sýra sitt eigið grænmeti. Kennslan verður bæði í formi fyrilesturs og sýnikennslu. Boðið verður upp á smakk af alls kyns sýrðu grænmeti og þátttakendur fá bækling þar sem tekin eru saman helstu atriði sem hafa þarf í huga auk nokkurra uppskrifta.
Til að sýra grænmeti er engin þörf á sérstökum tækjum eða tólum. Í flestum eldhúsum er að finna það sem til þarf. Skurðarbretti, hnífur, grænmeti, salt og stór glerkrukka er nóg til að koma sér af stað.
Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að vera tilbúnir að leggja af stað í sína eigin súrkálsvegferð fullir sjálfstrausts.
Hægt verður að kaupa bókina ,,Súrkál fyrir sælkera” á sérstöku tilboðsverði. Að auki verður hægt að kaupa súrkál ,,beint frá bónda”, súrskot og nýja rauðrófudrykkinn Kvass, einnig á góðu verði

Almennt verð er krónur 9.900,- en kr. 8.000,- fyrir félagsmenn í GÍ. Þátttökugjald greiðist á staðnum á námskeiðinu.

Staðsetning: Námskeiðin eru haldin í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1, 108 Reykjavík (gengið inn frá Ármúla).
Nánari upplýsingar í síma Garðyrkjufélagsins á skrifstofutíma í síma 552 7721.
Næsta námskeið í Reykjavík er 6. febrúar 2020 í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands. Húsið opnar kl. 18:00. Gott er að mæta tímanlega.

Leave a Comment