Spírubox

kr.4,445

EasySprout spíruboxin eru einföld og þægileg í notkun.

Description

EasySprout spírubox eru bestu spírunar græjur sem ég þekki.

EasySprout spíruboxin eru einföld og þægileg í notkun. Eina sem þú þarft til viðbótar við boxin eru baunir eða fræ og vatn – og á örfáum dögum birtist uppskeran. Það eina sem þarf að gera er að skola einu sinni til tvisvar á dag. Nákvæmar leiðbeiningar fylgja.

Undanfarin 35 ár hef ég spírað baunir og fræ yfir veturinn til að hafa aðgang að spriklandi fersku grænmeti. Gegnum tíðina hef ég prófað margar leiðir til að spíra og keypt mismunandi græjur og prófaði EasySprout fyrst fyrir ca 10 árum. Þessi aðferð er einföld, snyrtileg og fljótleg, satt að segja svo framúrskarandi að ég hef losað mig við aðrar græjur sem ég átti.  Enda er það ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja þau inn.

Spírur
Spírur eru sannkölluð ofurfæða. Þær innihalda fáar hitaeiningar en eru stútfullar af vítamínum og ensímum. Næringargildið í spírum er margfalt meira en í fullvaxta plöntum.
Og svo eru þær bragðgóðar. Spírur má nota í salöt, bæta þeim í þeytinga, nota sem meðlæti, blanda út í súpur og ýmsa rétti eða hreinlega borða þær einar sér. Stundum eru þær notaðar í eldaða rétti, til dæmis er gott að snöggsteikja baunaspírur.
Spírur geta verið af ýmsu tagi. Flestir kannast við Mungbaunir og Alfalfa (Refasmára) en einnig eru linsubaunir góðar og einfalt að spíra þær. Mikilvægt er að velja nýlegt lífrænt ræktað fræ, því spírunareiginleikar minnka í gömlu fræi.