Súrkálsnámskeið

Dagný Hermannsdóttir mun kenna þátttakendendum að sýra sitt eigið grænmeti. Kennslan verður bæði í formi fyrilesturs og sýnikennslu. Boðið verður upp á smakk af um tuttugu útgáfum af sýrðu grænmeti og þátttakendur fá bækling þar sem tekin eru saman helstu atriði sem hafa þarf í huga auk nokkurra uppskrifta.

Til að prófa sig áfram í gerjun grænmetis er engin þörf á sérstökum tækjum eða tólum. Í flestum eldhúsum er að finna það sem til þarf. Skurðarbretti, hnífur, grænmeti, salt og stór glerkrukka er nóg til að koma sér af stað.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að vera tilbúnir að leggja af stað í sína eigin súrkálsvegferð fullir sjálfstrausts.

Næsta námskeið í Reykjavík er:

9. október hjá Garðyrkjufélagi Íslands Síðumúla 1. Skráning hér: Skrá mig á námskeið í húsnæði GÍ

 

 

Námskeið í Kimchigerð

Loksins er komið að námskeiði í Kimchigerð. Námskeiðin eru haldin af Dagnýju Hermannsdóttur í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands.

Kimchi námskeiðKimchi er kóreanskt súrkál og eins og annað gerjað grænmeti er  það fullt af góðgerlum og annarri hollustu. Að auki er það ótrúlega ljúffengt enda fer það nú sigurför um Vesturlönd.

Þátttakendur gera þrjár ólíkar gerðir af Kimchi og taka með sér heim.

Kennari er Dagný Hermannsdóttir en hún hefur haldið  vinsæl grunnnámskeið í súrkálsgerð undanfarin ár og er höfundur bókarinnar ,,Súrkál fyrir sælkera“.

Innifalið í námskeiðinu er: Fyrirlestur og verkleg kennsla, bæklingur með uppskriftum, kvöldsnarl og þrjár krukkur af kimchi til að taka með heim.

Verð er 11.900 kr. en félagar í Garðyrkjufélagi Íslands borga 9.900 kr.

11. október hjá Garðyrkjufélagi Íslands Síðumúla 1. Skráning hér: Skrá mig á námskeið í húsnæði GÍ