Súrkál er sýrt hefur verið með mjólkursýrugerjun en það er ævagömul náttúruleg leið til að geyma grænmeti. Mjólkursýrubakteríur eru náttúrulega til staðar á grænmeti og aðferðin gengur út á að skapa réttar aðstæður til að þær nái yfirhöndinni og koma af stað gerjun. Flestir kannast við súrkál en hægt er að sýra allt grænmeti með þessari aðferð og gera óendanlega margar útgáfur af ljúffengu meðlæti sem geymist fram að næstu uppskeru. Grænmetið verður auðmeltanlegra, vítamín og næringarefni varðveitast og aukast jafnvel. Að auki er mjólkursýrt grænmeti fullt af góðgerlum sem bæta og kæta þarmaflóruna.