Curtido  (passar í 2,5 L krukku)
1,5 kg fínt skorið hvítkál
120 g saxaður laukur
140 g sneiddar gulrætur
2 kramin hvítlauksrif
1 msk origano
1/2 msk chillíflögur
1/2 tsk cumminfræ
ca 25 g hreint salt

Aðferð:

Takið frá 1-2 kálblöð. Skerið svo kálið í fernt og fjarlægið stilkinn. Grænmetið skorið, sett í stórt ílát og saltinu og kryddinu blandað vel samanvið.
Látið standa í 10 – 30 mínútur.
Nuddið og hnoðið grænmetið þar til fer að flæða út þvi safi.

Blandan sett í glerkrukkur. þrýstið vel niður svo ekkert loft verði eftir og safinn fljóti yfir grænmetið. Gætið þess að fylla ekki krukkuna, gott er að hafa um 10 sm borð á henni.

Kálblað er nú lagt yfir grænmetið og jöðrunum troðið niður með krukkunni.

Ofan á þetta þarf að koma einhverskonar farg. Hægt er að nota aðra grennri glerkrukku eða flösku með vatni eða stinga Ziplock poka ofan í krukkuna og hella svo vatni í hann. Aðalmálið er að súrefni má ekki komast að grænmetinu en gasið sem myndast við gerjunina þarf að komast burt. Ziplock pokar eða aprir sterkir plastpokar virkar vel í þetta.

Látið krukkuna standa við stofuhita í 1 – 4 vikur. Fínt að byrja að smakka eftir viku. Lyfta kálblaðinu, kraka smá súrkrás upp með gaffli og þjappa vel aftur.

Ef gerjunin er mikil getur freytt uppúr krukkunni því borgar sig að hafa disk undir henni. Ef of lítill vökvi er i krukkunni má bæta 2% saltlausn í svo fljóti yfir grænmetið.

Þegar grænmetið er tilbúið er það sett á krukkur, þjappað vel og lokað. Geymist mánuðum saman í kæli.